Alma íbúðafélag hf., kt. 611013-0350, Sundagörðum 8, 104 Reykjavík, Íslandi hefur birt uppfærða grunnlýsingu í tengslum við 50.000.000.000 króna útgáfuramma skuldabréfa og víxla félagsins. Grunnlýsingin sem er dagsett 21. nóvember 2024 hefur verið staðfest af Fjármálaeftirliti Seðlabanka Íslands. Grunnlýsingin er á íslensku og er birt á rafrænu formi á vef félagsins, http://www.al.is/company/investors/.
Nánari upplýsingar um Ölmu íbúðafélag hf. og útgáfurammann má finna í framangreindri grunnlýsingu og á vefsíðu félagsins. Grunnlýsinguna má nálgast á vefsíðunni næstu tíu ár frá staðfestingu hennar.
Nánari upplýsingar veitir:
Ingólfur Árni Gunnarsson – Framkvæmdastjóri – ingolfur@al.is
Attachment
Alma – Grunnlýsing – Lokaútgáfa 2024 – undirrituð